Velkomin á opnun í Gallerí Gróttu!


 

Verið hjartanlega velkomin á sýningu okkar systra í Gallerí Gróttu sem stendur frá 12/3-31/3.  Gallerí Grótta er á Eiðistorgi á hæðinni fyrir ofan Hagkaup.  Salurinn í Gallerí Gróttu er ný endurgerður og mjög fallegur, ljós og einfaldur.  Passar einstaklega vel fyrir það sem við Hlín höfum verið að vinna.  Það hefur svo sannarlega verið gaman hjá okkur systrum í vinnuferlinu fyrir þessa sýningu og erum við spenntar að fá að sýna ykkur afraksturinn. Velkomin að kíkja við hjá okkur í Gallerí Gróttu.  Ef ekki á morgun eða um helgina, þá fyrir þann 31. mars 2015.

Bodskort_honnunarmars2