Inspiration/Hugmyndir og vinnuferli


Inspirationen till mina verk hämtar jag från naturen och landskapet både på Island och i Sverige.  Ödemarken på Island med sina subtila färgnyanser och hur ljuset och vädret förändras och hur det förändrar alla färger i landskapet är en stor inspiration.  Naturen i regn och efter regn är två skilda världar.  Dimman, solen, skuggan…

Arbetsprocessen börjar när ett intryck från omgivningen skapar en idé. Det kan vara allt i från minsta detalj i närmaste omgivning till intrycket av färgskiftningar i horisonten. Det vackra, sköna och lugna samt det kraftfulla och magnifika inspirerar.  Idéerna fångar jag sedan i en skissbok där skisserna består av ord istället för ritningar.  Intrycken, idéerna och skisserna lever vidare i var sin form och blir sedan en grund till arbetet på ateljén där tavlorna tar sin form.

Jag jobbar mest med olja på duk men också med akvarell, blyerts och tusch.  Med oljan målar med ganska tunn färg, prick för prick, linje för linje, lager på lager.   Jag jobbar med en färg i taget och när den har torkat kan jag börja med nästa lager.  Arbetsprocessen kan därför vara ganska lång, men det beror så klart på tavlans storlek.  Jag jobbar på samma sätt med blyerts och akvarell.  Med prickar, lager på lager.

Mina verk har inte titlar jag presenterar, men jag målar dom utifrån mina skisser jag antecknar i ord.   Skisserna liknar dikter på visst sett och behöver jag bara läsa anteckningarna/dikterna för att komma i håg var i från jag fick idén.  Dessa idéer växer och ändras i arbetsprocessen och därför har inte alla mina tavlor direkt koppling till en speciell skiss … men flesta av dom gör det.  För mig är avståndet mellan ord och bild ofta väldigt kort.

En skiss

Þjórsárdalur (på Island)

regn och dimma
ljus ljus grått
ljus grått
ljus mossgrönt
vitt
ljus lava…litet

Hugmyndir og vinnuferli.

Íslensk og sænsk náttúra er uppspretta hugmynda verka minna.   Það sem ég heillast helst af í náttúrunni er samspil litanna og hvernig þeir breytast eftir veðri og vindum, nálægð, fjarlægð og birtu.

Vinnuferlið byrjar um leið og fyrsta upplifun á sér stað.  Hvernig sandurinn leggst,  steinarnir raðast og litatónar þeirra, eru dæmi um hvað ég sé og heillast af í náttúrunni.  Einnig mótast miklar hugmyndir við það að ganga um náttúru Íslands og hálendið og upplifa landið nær og fjær í þoku, regni, sól og birtu.

Mest vinn ég með olíu á striga. Olíumálverkin vinn ég með þunnum lit og nota einn lit í einu.  Mála örsmáar doppur með pensli, lárétt, lóðrétt eða í hring, lag ofan á lag. Vinnuferlið er hægt en með þessari tækni næ ég fram þeirri upplifun og blæbrigðum sem ég sækist eftir.

Verkin eru öll án titils, en ég vinn þau út frá skissunum mínum sem ég hef niðurskrifaðar í bók.  Skissubókina hef ég alltaf með mér þegar ég er úti í náttúrunni og í hana skrifa ég í stað þess að teikna. Hver skissa stendur eins og eins konar ljóð og á sinn stað í huga mér.  Ég þarf ekki annað en að lesa yfir skissurnar/ljóðin til þess að muna hvaðan ég fékk hugmyndirnar og upplifunin kviknaði.  Verkin eru því flest tengd ákveðnum stað og stund.

Ég vinn einnig með túss.   Þau verk eru eins og olíumálverkin unnin punkt fyrir punkt.   Hugmyndir verkanna  skapast líka út frá náttúruformum.   Í þessum verkum vinn ég bara með eitt lag punkta sem mynda mynsturkennda heild.

Í vatnslita og blýants verkunum mínum vinn ég mjög svipað og með olíuna.  Lag ofan á lag, punkt fyrir punkt.  Byrja oftast með vatnslit og svo vinn ég með blýantinn ofan í hann. Hugmyndirnar skapast frá sama grunni, en miðillinn er annar og önnur útkoma.   Önnur tilfinning skapast með grátónaskala blýantsins.

Skissa

Þjórsárdalur

rigning og þoka
ljós ljós grátt
ljós grátt
ljós mosagrænt
hvítt
ljós vikur…lítið